Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Störf 17 kvenna í hættu
Mánudagur 3. maí 2004 kl. 17:06

Störf 17 kvenna í hættu

Störf 17 kvenna sem starfa í verslun Íslensks markaðar í Leifsstöð eru í hættu eftir að stjórnendur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sögðu upp húsaleigusamningi við fyrirtækið á dögunum. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir.
Í ágúst árið 2002 var tilkynnt að efnt yrði til forvals um hvaða verslanir yrðu í flugstöðinni. Íslenskur markaður komst ekki í gegnum forval flugstöðvarinnar og er því ljóst að verslunin mun ekki verða í flugstöðinni eftir uppsagnarfrestinn. Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja staðfesti í samtali við Víkurfréttir að starfsmenn Íslensks markaðar væru félagsmenn í Verslunarmannafélaginu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024