Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stóræfing hjá slökkviliðsmönnum í Reykjanesbæ
Mánudagur 1. desember 2003 kl. 16:36

Stóræfing hjá slökkviliðsmönnum í Reykjanesbæ

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn Brunavarna Suðurnesja efndu til stóræfingar í Reykjanesbæ um helgina. Reykköfunaræfingar voru haldnar í sérhönnuðum æfingatækjum við gömlu Fiskiðjuna í Keflavík á laugardag. Þá endaði dagurinn með stórri æfingu í gömlu steypustöðinni á Fitjum. Þar voru húsakynni fyllt af reyk, slösuðum komið fyrir uppi á þaki og mikill eldur kveiktur í bílflaki við húsið. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn var því allt á kafi í reyk og aðstæður allar hinar raunverulegustu. Gengið var fram af kappi við að leysa verkefnið, eldur slökkur og slösuðum komið á sjúkrahús. Notast þurfti við körfubíl til að koma slösuðum manni ofan af bröttu þaki. Einnig þurftu reykkafarar að finna „fórnarlömb“ inni í „brennandi“ húsinu og koma þeim út. Meðfylgjandi tvær myndir eru frá æfingunni um helgina. Nánar um æfinguna og fleiri myndir í jólaútgáfu Víkurfrétta nú í desember.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024