Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stóra upplestrarkeppni 7. bekka á Suðurnesjum í næstu viku - undankeppnum lokið
Miðvikudagur 14. mars 2012 kl. 11:13

Stóra upplestrarkeppni 7. bekka á Suðurnesjum í næstu viku - undankeppnum lokið

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar er lokið í skólunum á Suðurnesjum enda verða úrslitin í næstu viku. Samkvæmt fréttum frá skólunum á Suðurnesjum var mikill áhugi á öllum stöðum og frammistaða krakkanna til sóma. Úrslitakeppnin fer fram í Duus-húsum í Reykjanesbæ næsta miðvikudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alls tóku fjórtán nemendur í 7. bekk þátt í keppninni í Holtaskóla sl. föstudag. Nemendur stóðu sig ákaflega vel og þóttu sýna góða færni í þeim þáttum sem leitað var eftir. Þeir nemendur sem þóttu bera af og urðu í tveimur efstu sætunum voru systkinin Hreiðar Máni Ragnarsson og Steinunn Rúna Ragnarsdóttir. Þau verða því fulltrúar Holtaskóla í lokakeppni.

Fimmtudaginn 8. mars fór Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fram á sal Myllubakkaskóla. Níu nemendur tóku þátt og stóðu sig öll mjög vel. Þriggja manna dómnefnd valdi Sigríði Eydísi Gísladóttur og Þröst Inga Smárason til að vera fulltrúa Myllubakkaskóla í lokakeppninni.

Í Njarðvíkurskóla kepptu ellefu nemendur um að verða fulltúar skólans í lokakeppninni 21. mars nk. Lesið var í tveimur umferðum. Hlutskörpust urðu Hulda Ósk Bergsteinsdóttir og Ísak Daði Ingvason.

Í Akurskóla fór keppnin fram 12. mars og tókst mjög vel. Valdís Lind og Lára Rut voru valdir fulltrúar skólans.

Í Grunnskóla Sandgerðis fóru Óskar Arnarsson og Patrekur Máni með fóru með sigur af hólmi og munu svo keppa fyrir hönd skólans í DUUS-húsum miðvikudaginn 21. mars við skólana í Reykjanesbæ.

16 nemendur úr þremur 7. bekkjum í Grunnskóla Grindavíkur tóku þátt í upplestrinum að þessu sinni. Að mati þeirra sem hlýddu á upplesturinn var hlutverk dómnefndar erfitt því margir lásu vel. En alltaf verður að velja og að þessu sinni voru það Elín Björg Eyjólfsdóttir, Inga Bjarney Óladóttir, Emilý Klemensdóttir og Sigurður Bjartur Hallsson sem fara í lokahátíðina fyrir hönd Grunnskóla Grindavíkur.

Í Gerðaskóla voru þau Aðalheiður Lind Björnsdóttir, Ingimundur Aron Guðnason, Lára Hanna Halldórsdóttir og Særún Björgvinsdóttir valin sem fulltrúar skólans í úrslitum upplestrarkeppninni.

Efst má sjá sigurvegarana í Grindavík og hér að ofan fulltrúa Myllubakkaskóla í Keflavík með dómurunum.

Systkinin sem sigruðu í Holtaskóla með Jóhanni Geirdal, skólastjóra.

Sandgerðiskrakkarnir sem stóðu sig best og á neðstu myndinni má sjá þátttakendur í keppninni í Njarðvíkurskóla.