Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stóra tyggjókúluránið óupplýst
Fimmtudagur 14. apríl 2005 kl. 09:54

Stóra tyggjókúluránið óupplýst

Óvenjulegt rán átti sér stað í anddyri verslunar í Njarðvík í gærkvöldi. Um kvöldmatarleytið hlupu tveir ungir menn inn í anddyri verslunarinnar, gripu þar tyggjósjálfsala og hlupu á brott með hann. Hentu ræningjarnir sjálfsalanum í farangursrými bifreiðar þar sem þriðji aðili beið eftir þeim. Að þessu loknu yfirgáfu þeir vettvang með því að reykspóla í burtu.

Lögreglan í Keflavík er þegar búin að finna tyggjósjálfsalann og gerir ráð fyrir því að hafa uppi á „tyggjóræningjunum“ í dag eða á næstu dögum. Lögreglan hefur ákveðna aðila grunaða um verknaðinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024