Föstudagur 10. nóvember 2023 kl. 18:27
Stór sprunga þverar Grindavíkurveg
Stór sprunga þverar nú Grindavíkurveg í Svartsengi. Meðfylgjandi myndir fengum við frá vegfaranda. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta er lögregla á staðnum og stýrir umferð framhjá sprungunni.
Uppfært: Grindavíkurvegi hefur verið lokað.