Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stór hluti þeirra sem misst hafa vinnuna eru útlendingar
Miðvikudagur 1. maí 2019 kl. 18:19

Stór hluti þeirra sem misst hafa vinnuna eru útlendingar

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrenni, var ræðumaður dagsins á hátíðar- og baráttufundi 1. maí í Reykjanesbæ í dag. 
 
Guðbjörg tók við embætti formanns VSFK fyrir fáeinum vikum og fór beint í djúpu laugina ef svo má segja því hún fór beint inn í kjarasamninga og á sama tíma féll WOW air með talsverðum afleiðingum fyrir fjölda félagsmanna í hennar verkalýðsfélagi.
 
Í ræðu sinni ræddi Guðbjörg m.a. atvinnuleysi sem hefur viljað loða við Suðurnes og sagði að nú væru Suðurnes aftur í því sæti, sem væri svæðinu svo ókært, að hér væri mesta atvinnuleysi á landinu.
 
Stór hluti þeirra sem misst hafa vinnuna um þessar mundir eru einstaklingar af erlendum uppruna og þeir hafa mikið leitað til skrifstofu VSFK í Reykjanesbæ. 
 
Ræðu Guðbjargar má sjá í myndskeiði.


 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024