Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stór dínamítfundur í Sandgerði
Miðvikudagur 17. júlí 2002 kl. 09:05

Stór dínamítfundur í Sandgerði

Lögreglan í Keflavík mun taka til rannsóknar hvernig 40 kg af dínamíti komust niður í fjöruna við Sandgerði þar sem sprengiefnið fannst fyrir tilviljun í gærmorgun. Maður á gangi í fjörunni varð sprengiefnisins var og tilkynnti fundinn til lögreglunnar. Hún segir að sprengiefnið hafi verið falið í grjóti í fjörunni og um sé að ræða einn og hálfan kassa.Strax og sprengiefnið fannst var kallað á sprengiefnasérfræðinga Landhelgisgæslunnar sem tóku efnið í sína vörslu. Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni var sprengiefnið mjög nýlegt og virkt en hvellhettur vantaði. Til að gefa mynd af því magni sem um ræðir hefði grjóti rignt yfir alla byggðina í Sandgerði og umtalsvert tjón orðið á húsum ef efnið hefði sprungið þar sem það fannst. Ekki var þó hætta talin á því að efnið hefði getað sprungið af sjálfu sér. Þótt mikið sé er þetta ekki mesta magn dínamíts sem fundist hefur, segir í frétt Morgunblaðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024