Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stór byggingarlóð í boði fyrir verslun og þjónustu í miðbæjarreit Voga
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 11. desember 2020 kl. 09:00

Stór byggingarlóð í boði fyrir verslun og þjónustu í miðbæjarreit Voga

Svokallaður Miðbæjarreitur í Sveitarfélaginu Vogum er byggingarlóð sem skilgreind er sem lóð undir verslunar- og þjónustustarfsemi að megninu til. Innan nokkurra ára gæti risið stór bygging, allt að þrjú þúsund fermetrar að flatarmáli, sem hýsti verslun og þjónustu í sveitarfélaginu. Lóðin er laus til umsóknar.

„Nú er búið að útbúa hugmynd að því hvernig svæðið geti litið út eftir að búið er að byggja á því, athugið að þetta er einungis ein hugmynd að útliti. Undanfarið hefur verið mikið byggt í sveitarfélaginu og þá eru framkvæmdir á Grænuborgar svæðinu komnar á góðan rekspöl og byrjað er að selja þar lóðir. Samkvæmt heimasíðu Grænuborgar, www.graenabyggd.is, munu allar lóðir á svæðinu þar fara í sölu á næstu þremur árum, en þar er gert ráð fyrir um 800 íbúðum þegar svæðið verður fullbyggt en á heimasíðu Grænuborgar má nú sjá skipulag fyrir um helming svæðisins. Það er ljóst að þegar þeirri uppbyggingu er lokið verður kominn góður grundvöllur fyrir verslunar- og þjónustubyggingu á miðbæjarsvæðinu,“ segir á heimsíðu Sveitarfélagsins Voga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024