Stöndum jafnfætis öðrum atvinnusvæðum
Að sögn Ketils G. Jósefsson forstöðumanns Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja er ekki eins mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum í dag og var fyrir um það bil mánuði síðan. Mikið hefur gengið á í atvinnulífinu og ber fyrst að nefna sölu Lagmetisiðjunnar í Grindavík til Akraness, gjaldþrot Thermo Plus og tímabundið atvinnuleysi fiskverkafólks í sjómannaverkfalli. Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddi við hann um atvinnulífið á Suðurnesjum almennt, atvinnuleysi, sóknarfæri og auknar kröfur og menntunarmöguleika.
Ófaglærðir í meirihluta
„Fyrrum starfsmönnum Lagmetisiðjunnar í Grindavík hefur verið lofað störfum í annarri starfsemi fyrirtækisins Þorbjarnar - Fiskaness t.d. í salthúsi og í frystihúsi. Margir af þeim starfsmönnum sem störfuðu hjá Thermo Plus hafa fengið aftur vinnu a.m.k. yfir sumartímann“, segir Ketill og bætir við að rúmlega eitt hundrað manns hafi misst vinnuna tímabundið á meðan sjómannaverkfallið stóð yfir.
Ketill bendir á að það sé alltaf ákveðinn hópur fólks sem kemur inn árstíðabundið þar sem sumarafleysingum lýkur á haustin og margir hverjir eiga erfitt með að fá vinnu þar sem framboðið minnkar eftir því sem líður á veturinn. „Þetta er yfirleitt ófagmenntað fólk sem hefur lokið
skyldunámi en ekki haldið áfram námi einhverra hluta vegna. Þess má einnig geta að konur eru í meirihluta á atvinnuleysisskrá og virðist vera að það séu í flestum tilfellum ungar konur sem verða ófrískar á unglingsaldri og eru að koma sér upp heimili, auk kvenna sem eru komnar af léttasta skeiði og eru búnar að koma börnunum á legg“, segir Ketill þegar hann er spurður um kynjaskiptinguna.
Vinnuumhverfið er að stækka og verða fjölbreyttara
Atvinnulíf á suð-vestur horninu er mun fjölbreyttara en víðast hvar annars staðar að sögn Ketils og telur hann að nálægðin við höfuðborgarsvæðið hafi þar eitthvað að segja. Auk þess starfa margir á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Okkur vantar fleiri fyrirtæki til að fjárfesta hér um slóðir og sjálfsagt ættum við einnig að vera ötulli við að koma sjálf með hugmyndir og kynna þær fjármagnseigendum til að hrinda þeim í framkvæmd“, segir Ketill.
„Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa unnið vel og dyggilega saman að ýmsum verkefnum eins og skólamálum, heilsugæslu og brunavörnum svo eitthvað sé nefnt. Hér eru rekin öflug fyrirtæki í margskonar iðnaðarframleiðslu sem framleiða gæðavörur sem við getum verið stolt af. Má þar nefna glugga, hurðir, innréttingar, ofna, þvotta- og hreinsiefni, sósur, ídýfur auk tilbúinna matvæla bæði í kjöti og fiski“, segir Ketill og bendir á að framboð á störfum í verslun og þjónustu hafi aukist til muna á undanförnum árum.
Auknar kröfur
Í upplýsinga- og tæknisamfélagi sem við búum við eru kröfurnar til fólks sífellt að aukast bæði er varðar þekkingu og reynslu. Ketill tekur undir það og undirstrikar hversu hröð þróunin eru orðin og fólk þurfi að leggja sig fram við að fylgja henni ef það ætlar ekki að missa af lestinni.
„Áður var krafan sú að fólk fór í nám og lærði eitthvað ákveðið til að starfa við til langs tíma án mikilla breytinga. Í dag eru breytingarnar örar og það sem fólk lærir í dag gildir ekki í eins langan tíma og áður. Það þarf sífellt að skoða og meta starfið í sambandi við þróun og nýjungar sem eiga sér stað.“
Áhersla á menntun
Ketill segir að Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafi á á sínum tíma opnað möguleikann að læra til stúdentsprófs á á heimaslóð í stað þess að stunda námið annars staða fjarri heimahögum. „Nú bjóðast fleiri möguleikar til náms og mismunandi langar námsbrautir, t.d. eitt til tvö ár í stað þriggja og fjögurra ára. Miðstöð Símenntunar hefur boðið upp á fjölbreytt námskeið og fjarnám á háskólastigi. Tölvuskóli Suðurnesja hefur boðið upp á margvísleg grunnnámskeið í tölvu og samskiptum á veraldarvefnum. Eins er mun meira af námskeiðum í boði sem gefa fagmenntuðu fólki kost á að halda sér við í sinni starfsgrein og bæta við sig ef því er að skipta. Fólk með litla menntun á líka meiri möguleika með því að fara á námskeið sem gefa því ákveðin starfsréttindi“, segir Ketill og það má heyra að hann er bjartsýnn á framtíð Suðurnesja sem byggist á mannauðnum sem þar er.
Starfsmannahald og símenntun
Oft hefur verið talað um Suðurnesin sem láglaunasvæði en Ketill segir að fólk verði að gera sér grein fyrir hvað veldur, þegar Suðurnesin eru sett í slíkt samhengi. „Við verðum að spyrja okkur spurninga eins og, hvaða kröfur gera fyrirtæki og stofnanir til menntunar starfsmanna sinna og hvaða kröfur gerum við sjálf til okkar eða barnanna okkar? Foreldrar bera þá ábyrgð að skila barninu sem þau fá aðeins að láni í takmarkaðan tíma, frá sér sem ábyrgum og sjálfstæðum einstaklingi. Ég álít að eftir því sem störfum fjölgar þar sem krafist er ákveðinnar þekkingar og fyrirtæki og stofnanir vakna til vitundar um hve miklu máli skiptir að hlúa vel að starfsmannahaldi og bjóða starfsfólki upp á símenntun, þá stöndum við jafnfætis hvaða atvinnusvæði sem er. Hvað starfsmöguleika fagmenntaðs fólks varðar þá er staðan nokkuð góð og fer batnandi með stækkun fyrirtækja og tilkomu nýrra fyrirtækja. Þeir sem ekki fá atvinnu á svæðinu sækja hana til höfuðborgarsvæðisins sem er ekki lengri vegalengd en gengur og gerist erlendis“, segir Ketill.
Eiga að svara umsóknum
Katli verður tíðrætt um að fyrirtæki virðast trassa að skila starfsumsóknum og ferilsskrám til baka og svara jafnvel ekki umsækjendum. „Úr þessu þarf að bæta og það minnsta sem atvinnurekandi getur gert er að þakka viðkomandi fyrir að senda inn umsókn og sýna fyrirtækinu/stofnuninni áhuga. Það eru líka allt of mörg fyrirtæki, auk einstaklinga sem eru enn að auglýsa eftir starfskrafti og biðja um að umsóknir um starfið verði sendar inn á ákveðinn stað í stað þess að auglýsa undir nafni og heimilisfangi“, segir Ketill og hvetur fyrirtæki að auglýsa undir nafni til að fólk viti hvar það er að sækja um starf.
Ófaglærðir í meirihluta
„Fyrrum starfsmönnum Lagmetisiðjunnar í Grindavík hefur verið lofað störfum í annarri starfsemi fyrirtækisins Þorbjarnar - Fiskaness t.d. í salthúsi og í frystihúsi. Margir af þeim starfsmönnum sem störfuðu hjá Thermo Plus hafa fengið aftur vinnu a.m.k. yfir sumartímann“, segir Ketill og bætir við að rúmlega eitt hundrað manns hafi misst vinnuna tímabundið á meðan sjómannaverkfallið stóð yfir.
Ketill bendir á að það sé alltaf ákveðinn hópur fólks sem kemur inn árstíðabundið þar sem sumarafleysingum lýkur á haustin og margir hverjir eiga erfitt með að fá vinnu þar sem framboðið minnkar eftir því sem líður á veturinn. „Þetta er yfirleitt ófagmenntað fólk sem hefur lokið
skyldunámi en ekki haldið áfram námi einhverra hluta vegna. Þess má einnig geta að konur eru í meirihluta á atvinnuleysisskrá og virðist vera að það séu í flestum tilfellum ungar konur sem verða ófrískar á unglingsaldri og eru að koma sér upp heimili, auk kvenna sem eru komnar af léttasta skeiði og eru búnar að koma börnunum á legg“, segir Ketill þegar hann er spurður um kynjaskiptinguna.
Vinnuumhverfið er að stækka og verða fjölbreyttara
Atvinnulíf á suð-vestur horninu er mun fjölbreyttara en víðast hvar annars staðar að sögn Ketils og telur hann að nálægðin við höfuðborgarsvæðið hafi þar eitthvað að segja. Auk þess starfa margir á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Okkur vantar fleiri fyrirtæki til að fjárfesta hér um slóðir og sjálfsagt ættum við einnig að vera ötulli við að koma sjálf með hugmyndir og kynna þær fjármagnseigendum til að hrinda þeim í framkvæmd“, segir Ketill.
„Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa unnið vel og dyggilega saman að ýmsum verkefnum eins og skólamálum, heilsugæslu og brunavörnum svo eitthvað sé nefnt. Hér eru rekin öflug fyrirtæki í margskonar iðnaðarframleiðslu sem framleiða gæðavörur sem við getum verið stolt af. Má þar nefna glugga, hurðir, innréttingar, ofna, þvotta- og hreinsiefni, sósur, ídýfur auk tilbúinna matvæla bæði í kjöti og fiski“, segir Ketill og bendir á að framboð á störfum í verslun og þjónustu hafi aukist til muna á undanförnum árum.
Auknar kröfur
Í upplýsinga- og tæknisamfélagi sem við búum við eru kröfurnar til fólks sífellt að aukast bæði er varðar þekkingu og reynslu. Ketill tekur undir það og undirstrikar hversu hröð þróunin eru orðin og fólk þurfi að leggja sig fram við að fylgja henni ef það ætlar ekki að missa af lestinni.
„Áður var krafan sú að fólk fór í nám og lærði eitthvað ákveðið til að starfa við til langs tíma án mikilla breytinga. Í dag eru breytingarnar örar og það sem fólk lærir í dag gildir ekki í eins langan tíma og áður. Það þarf sífellt að skoða og meta starfið í sambandi við þróun og nýjungar sem eiga sér stað.“
Áhersla á menntun
Ketill segir að Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafi á á sínum tíma opnað möguleikann að læra til stúdentsprófs á á heimaslóð í stað þess að stunda námið annars staða fjarri heimahögum. „Nú bjóðast fleiri möguleikar til náms og mismunandi langar námsbrautir, t.d. eitt til tvö ár í stað þriggja og fjögurra ára. Miðstöð Símenntunar hefur boðið upp á fjölbreytt námskeið og fjarnám á háskólastigi. Tölvuskóli Suðurnesja hefur boðið upp á margvísleg grunnnámskeið í tölvu og samskiptum á veraldarvefnum. Eins er mun meira af námskeiðum í boði sem gefa fagmenntuðu fólki kost á að halda sér við í sinni starfsgrein og bæta við sig ef því er að skipta. Fólk með litla menntun á líka meiri möguleika með því að fara á námskeið sem gefa því ákveðin starfsréttindi“, segir Ketill og það má heyra að hann er bjartsýnn á framtíð Suðurnesja sem byggist á mannauðnum sem þar er.
Starfsmannahald og símenntun
Oft hefur verið talað um Suðurnesin sem láglaunasvæði en Ketill segir að fólk verði að gera sér grein fyrir hvað veldur, þegar Suðurnesin eru sett í slíkt samhengi. „Við verðum að spyrja okkur spurninga eins og, hvaða kröfur gera fyrirtæki og stofnanir til menntunar starfsmanna sinna og hvaða kröfur gerum við sjálf til okkar eða barnanna okkar? Foreldrar bera þá ábyrgð að skila barninu sem þau fá aðeins að láni í takmarkaðan tíma, frá sér sem ábyrgum og sjálfstæðum einstaklingi. Ég álít að eftir því sem störfum fjölgar þar sem krafist er ákveðinnar þekkingar og fyrirtæki og stofnanir vakna til vitundar um hve miklu máli skiptir að hlúa vel að starfsmannahaldi og bjóða starfsfólki upp á símenntun, þá stöndum við jafnfætis hvaða atvinnusvæði sem er. Hvað starfsmöguleika fagmenntaðs fólks varðar þá er staðan nokkuð góð og fer batnandi með stækkun fyrirtækja og tilkomu nýrra fyrirtækja. Þeir sem ekki fá atvinnu á svæðinu sækja hana til höfuðborgarsvæðisins sem er ekki lengri vegalengd en gengur og gerist erlendis“, segir Ketill.
Eiga að svara umsóknum
Katli verður tíðrætt um að fyrirtæki virðast trassa að skila starfsumsóknum og ferilsskrám til baka og svara jafnvel ekki umsækjendum. „Úr þessu þarf að bæta og það minnsta sem atvinnurekandi getur gert er að þakka viðkomandi fyrir að senda inn umsókn og sýna fyrirtækinu/stofnuninni áhuga. Það eru líka allt of mörg fyrirtæki, auk einstaklinga sem eru enn að auglýsa eftir starfskrafti og biðja um að umsóknir um starfið verði sendar inn á ákveðinn stað í stað þess að auglýsa undir nafni og heimilisfangi“, segir Ketill og hvetur fyrirtæki að auglýsa undir nafni til að fólk viti hvar það er að sækja um starf.