Stolnum grænfána flaggað við grasvöllinn í Keflavík
Grænfáninn sem hvarf frá leikskólanum Tjarnarseli um helgina er fundinn. Í kjölfar fréttar hér á vf.is í morgun var haft samband við Tjarnarsel frá Holtaskóla í Keflavík. Þar á bæ hafði sést til grænfánans þar sem honum var flaggað við grasvöllinn í Keflavík. Við eftirgrennslan kom í ljós að fáninn tilheyrði Tjarnarseli.