Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 24. nóvember 2003 kl. 15:00

Stolin bifreið finnst í Grindavík

Fyrir helgina barst tilkynning til lögreglu um bifreið sem hafði verið skilin eftir á Hafnargötu í Grindavík.  Við athugun kom í ljós að um var að ræða bifreið sem hafði verið stolið í Reykjavík þann 16. nóvember síðastliðinn.  Um er að ræða bifreið af gerðinni Honda Civic, árgerð 1991, tveggja dyra og grá að lit.  Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið, vinsamlegast hafði samband við lögregluna í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024