Mánudagur 24. mars 2014 kl. 13:00
Stolin bifreið fannst á Geirsnefi
Fannst sama dag.
Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um helgina að bifreið hefði verið stolið í umdæminu. Eigandinn kom á lögreglustöð og kvað bíl sínum hafa verið stolið í hádeginu á laugardag. Lögregla hóf þegar leit að bifreiðinni og fannst hún síðar um daginn á Geirsnefi í Reykjavík.