Stolin bifreið enn ófundin
Bifreið af gerðinni Pontiac Aztek sem var stolið frá verkstæði á Iðavöllum í Reykjanesbæ fyrr í vikunni er enn ófundin. Hún er svört að lit, árgerð 2000 með einkennisnúmerið RB-926.
Lögregla biður þá er kynnu að hafa orðið varir við bifreiðina eftir klukkan 19 á mánudaginn að láta hana vita í síma 420-2450.
Á myndinni er bifreið af sömu tegund og nú er saknað.