Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Stolið fyrir hundruð þúsunda
Mánudagur 12. febrúar 2018 kl. 12:08

Stolið fyrir hundruð þúsunda

Þrjú þjófnaðarmál hafa verið kærð til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Vörum að andvirði nær 60.000 krónur var stolið úr versluninni Ormsson í Keflavík. Þá var bakpoka stolið úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, bakpokinn innihélt fartölvu og fleiri muni samtals að verðmæti um 375 þúsund kr. Loks var brotist inn í vinnuskúr í Keflavík og þaðan stolið tveimur borvélum og fleiri munum.
Lögregla rannsakar málin.

 

Bílakjarninn
Bílakjarninn