Stöku skúrir en hlýtt
Veðurhorfur á suðvesturhorninu næsta sólarhring
Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en stöku síðdegisskúrir. Hiti 10 til 17 stig.
Á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Gengur í norðaustan 3-8 m/s. Þykknar upp með lítilsháttar vætu NA- og A-lands. Bjart að mestu annars staðar, en skúrir síðdegis á S-verðu landinu. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á V-landi.
Á föstudag:
Norðan 3-8 m/s og dálítil rigning eða súld, en yfirleitt þurrt og bjart S- og V-lands. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast S-lands.
Á laugardag:
Norðan 3-8 m/s á A-verðu landinu, skýjað og lítilsháttar væta og hiti 4 til 9 stig. Víða bjart veður V-til og hiti 10 til 15 stig.