Stofna félag með ódýrt leiguhúsnæði
Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins „Íbúðafélag Suðurnesja hsf.“, sem er óhagnaðardrifið leigufélag, var haldinn í gær. Félagsmenn leigufélagsins munu geta leigt húsnæði á lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði. Um er að ræða langtíma leiguréttaríbúðir en á hinum Norðurlöndunum eru þær ca. 20% af húsnæðismarkaði.
Þórólfur Júlían Dagsson, einn af aðalmönnum leigufélagsins, sagði á fundinum að drifkraftur félagsins væri húsnæðisskortur í Reykjanesbæ þar sem fjölskyldur séu eða eigi von á að missa húsnæði og hafi ekkert húsnæðisöryggi, sem séu mannréttindi. Þá fór Hólmsteinn A. Brekkan yfir stöðuna í löndum í kringum okkur þar sem um 20% húsnæðismarkaðsins eru svipuð „non profit félög“.
Aðalmenn félagsins eru þau Einar M. Atlason, Jóhann Már Sigurbjörnsson, Margrét Sigrún Þórólfsdóttir, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir og Þórólfur Júlían Dagsson, en varamenn þau Eiríkur Barkarson, Eyrún Sif Rögnvaldsdóttir, Hrafnkell Brimar Hallmundsson, Sigríður Karólína Hrannardóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir.