Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stofna atvinnuþróunarskrifstofu fyrir Suðurnes
Föstudagur 28. janúar 2011 kl. 10:15

Stofna atvinnuþróunarskrifstofu fyrir Suðurnes

Ný atvinnuþróunarskrifstofa fyrir Suðurnes er að verða að veruleika. Þetta upplýsti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í gær í Reykjanesbæ. Samþykkt hefur verið í ríkisstjórn að stofna til skrifstofunnar í samvinnu við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS, sagði í samtali við Víkurfréttir í morgun að fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum fari til fundar við forsætisráðuneytið í næstu viku vegna málsins. Ekki er vitað hversu stór skrifstofan verði eða hversu mörg störf verða við hana.


Myndin: Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tilkynnti í gær að atvinnuþróunarskrifstofa fyrir Suðurnes verði stofnuð. VF-mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024