Stöðvaður með um eitt og hálft gramm af amfetamíni
Einn ökumaður var stöðvaður af lögreglunni í Keflavík í gærkveldi grunaður um fíkniefnamisferli samkvæmt fréttasíma lögreglunnar. Við nánari skoðun kom í ljós að maðurinn hafði á sér um 1 1/2 gramm af amfetamíni og var hann fluttur á í gæsluvarðhald en látinn laus að lokinni yfirheyrslu.Þá var bílvelta á Hafnarvegi í gær þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og ók á staur. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur en bifreiðin var frekar skemmd. Að öðru leiti var frekar rólegt hjá lögreglunni í gær.