Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stöðvaður með níu MDMA-pakkningar innvortis
Fimmtudagur 10. desember 2015 kl. 09:30

Stöðvaður með níu MDMA-pakkningar innvortis

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál tæplega þrítugs Íslendings sem reyndi að smygla 220 grömmum af MDMA - fíkniefni til landsins. Tollverðir stöðvuðu manninn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um miðjan síðasta mánuð, þegar hann var að koma frá Berlín ,vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Sá grunur fékkst staðfestur, því því maðurinn reyndist vera með níu pakkningar af MDMA - efni, samtals 220 grömm, innvortis.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005800-5005.  Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024