Stöðvaður með fölsuð skilríki
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á föstudag erlendan ferðamann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem hafði framvísað fölsuðum skilríkum. Maðurinn sem var að koma frá Kaupmannahöfn framvísaði grísku ferðaskilríki, sem lögreglumenn sáu að átt hafði verið við. Maðurinn var færður á lögreglustöð, þar sem hann viðurkenndi að hann væri alls ekki grískur heldur annarrar þjóðar. Málið er í rannsókn.