Stöðvaður með falsað vegabréf
Karlmaður var í vikunni úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjaness í gæsluvarðhald til næstkomandi mánudags. Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafði komið í ljós við skilríkjaskoðun að hann ferðaðist á breytifölsuðu vegabréfi. Maðurinn var á leið til Toronto í Kanada þegar hann var stöðvaður. Framvísaði hann bresku vegabréfi, sem skilríkjasérfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum fékk til athugunar og reyndist það vera breytifalsað eins og áður sagði.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				