Stöðvaður kolólöglegur á Garðvegi
Ökumaður á ótryggðum og óskráðum bíl var stöðvaður af lögreglunni í Keflavík á Garðvegi í gærkvöldi. Maðurinn hafði einnig skipt um skráningarplötur á bifreiðinni. Í gærkvöldi voru einnig þrír ökumenn kærðir fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað og sex ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með bílbeltin spennt. Ennfremur var einn ökumaður stöðvaður vegna ölvunaraksturs.





