Stöðvaður í Leifsstöð með 3 kg af hassi
Fíkniefnadeild tollgæslunnar í Leifsstöð stöðvaði í gærkvöldi 36 ára gamlan íslenskan karlmann sem var að koma frá Kaupmannahöfn. Engin fíkniefni fundust í farangri mannsins en við nánari skoðun kom í ljós að hann hafði límt 3 kg af hassi á líkama sinn. Maðurinn hefur verið í yfirheyrslum hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík í dag en framhaldsrannsókn málsins er í hennar höndum, segir á mbl.is.