Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur
Föstudagur 10. september 2021 kl. 09:41

Stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur

Talsvert var um umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Í nótt var tekinn úr umferð ökumaður sem grunaður var um fíkniefnaakstur. Sýnatökur staðfestu gruninn. Þá var hann með tól til kannabisvinnslu í bifreið sinni og poka með meintu kannabisefni.

Nokkrir ökumenn til viðbótar voru teknir úr umferð í vikunni vegna gruns um fíkniefnaakstur.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 132 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.