Stöðvaður á 149 km hraða á Reykjanesbraut
Lögreglan í Keflavík stöðvaði 18 ára ökumann bifreiðar á 149 km. hraða á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan 11 í morgun þar sem leyfilegur hámarskhraði er 90 km. Að sögn lögreglunnar er ökumaðurinn með reynsluskírteini til tveggja ára. Ungi ökumaðurinn má búast við háum sektum og jafnvel að hann verði sviptur ökuskírteininu, enda er um mjög vítaverðan akstur að ræða.