Stöðvaðir með fölsuð skilríki
Fjórir einstaklingar voru stöðvaðir með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni
Fjórir einstaklingar voru stöðvaðir með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Í gær framvísaði karlmaður grískum skilríkjum sem reyndust vera fölsuð. Áður hafði kona framvísaði ítölsku skilríki sem var ólöglega útgefið og stolið. Nokkru síðar framvísaði önnur kona breytifölsuðu ítölsku vegabréfi. Loks voru karlmaður og kona, sem voru á ferð saman, stöðvuð en þau framvísuðu bæði ítölskum skilríkjum sem reyndust vera breytifölsuð.
Mál fólksins eru komin í hefðbundið ferli.