Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stóðst hliðarvindsprófanir í Keflavík
Þriðjudagur 12. júní 2018 kl. 00:41

Stóðst hliðarvindsprófanir í Keflavík

Ný farþegaþota kínverska flugvélaframleiðandans COMAC hefur staðist hliðarvindsprófanir sem verðar voru á Keflavíkurflugvelli í marsmánuði. Félagið náði öllum sínum markmiðum með hliðarvindsprófununum. Þetta kemur fram í frétt á vef Isavia.
 
Þotan er af gerðinni ARJ21 og er sú fyrsta sem Kínverjar hanna og smíða sjálfir. Varahlutaframleiðlandinn AJW Group hefur unnið með COMAC að framleiðslu þotunnar og hafði milligöngu um hliðarvindsprófanirnar í Keflavík.
 
Í tilkynningu frá AJW segir að ARJ21 þotu COMAC hafi verið flogið í ýmiskonar prófunum síðan í júní 2016. Niðurstaðan úr hliðarvindsprófunum á Keflavíkurflugvelli þýði að COMAC geti nú fengið alþjóðavottun fyrir þotuna.
 
Með prófununum hefur verið sýnt fram á hægt er að lenda flugvélinni af öryggi í tilgreindum og meiri hliðarvindi en áður.  Því má segja að flugrekstrarmöguleikar fyrir þoturnar séu rýmri en áður. Kínversk stjórnvöld munu nú veita framleiðandanum leyfi til að framleiða þær 453 þotur sem þegar hafa verið pantaðar af þessari gerð.
 
Isavia, AJW og COMAC byrjuðu að undirbúa hliðarvindsprófanirnar í september 2017. Prófanirnar sjálfar tóku fimm vikur. Um 100 verkfræðingar, veðurfræðingar, flugmenn og aðrir starfsmenn COMAC komu frá Kína til Keflavíkur og tóku þátt í verkefninu.

 
Myndirnar eru eins og fréttin af vef Isavia.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024