Stjórnsýsluhús á Keflavíkurflugvelli fyrir milljarð
Ákvörðun um byggingu stjórnsýsluhúss á Keflavíkurflugvelli sem mun hýsa embætti Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli verður tekin fljótlega. Málið er á borði ríkisstjórnarinnar og samkvæmt heimildum Víkurfrétta er áætlaður byggingakostnaður á bilinu 800 til 1000 milljónir króna.Hjálmar Árnason alþingismaður sagði að málið væri inni á borði ríkisstjórnarinnar: „Það er fullur vilji hjá Utanríkisráðherra að vinna að þessu máli enda hefur flugstöðin mikið stækkað og þörfin fyrir bætta aðstöðu starfsmanna farið vaxandi. Ákvörðun mun liggja fyrir mjög fljótlega,“ sagði Hjálmar í samtali við Víkurfréttir.
Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að flugmálastjórn væri ekki í sömu húsnæðisvandræðum og Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli: „Við erum með ágætis starfsaðstöðu hér og erum ekki í bráðri húsnæðisekklu eins og sýslumannsembættið. Við fögnum að sjálfsögðu stjórnsýsluhúsi því það mun að sjálfsögðu bæta aðstöðu okkar, auk þess sem ýmis samlegðaráhrif munu koma fram með tilkomu hússins. Einnig er gert ráð fyrir í framtíðarskipulagi flugstöðvarinnar að það skrifstofurými sem við notum nú verði í framtíðinni nýtt undir verslun í flugstöðinni.“
Jóhann Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli sagði það ekki vera neitt launungamál að embættið væri í húsnæðisvanda: „Utanríkisráðuneytið hefur unnið að lausn þessa máls í nokkurn tíma og við bíðum niðurstöðu. Við vonumst að sjálfsögðu til að þessi bygging verði að veruleika.“
Óskar Valdimarsson forstjóri Framkvæmdasýslu Ríkisins sagði í samtali við Víkurfréttir að málefni stjórnsýsluhússins væru á frumathugunarstigi hjá Framkvæmdasýslunni: „Það er heimild til handa Fjármálaráðherra fyrir leigu á slíku húsi í fjárlögum fyrir þetta ár. Það er búið að gera þarfagreiningu varðandi húsnæðið og sú greining hefur leitt í ljós að mikil þörf er fyrir hendi. Málið hefur verið lagt fram í Ríkisstjórn en þar var afgreiðslu frestað og lagt til að málið yrði skoðað enn frekar.“
Gert er ráð fyrir að um einkaframkvæmd verði að ræða og að ríkið muni rekstrarleigja húsnæðið.
Skýringarmynd: frá arkitektastofunni Glámu Kím sem unnin var í tengslum við þarfagreiningu og deiliskipulag.
Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að flugmálastjórn væri ekki í sömu húsnæðisvandræðum og Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli: „Við erum með ágætis starfsaðstöðu hér og erum ekki í bráðri húsnæðisekklu eins og sýslumannsembættið. Við fögnum að sjálfsögðu stjórnsýsluhúsi því það mun að sjálfsögðu bæta aðstöðu okkar, auk þess sem ýmis samlegðaráhrif munu koma fram með tilkomu hússins. Einnig er gert ráð fyrir í framtíðarskipulagi flugstöðvarinnar að það skrifstofurými sem við notum nú verði í framtíðinni nýtt undir verslun í flugstöðinni.“
Jóhann Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli sagði það ekki vera neitt launungamál að embættið væri í húsnæðisvanda: „Utanríkisráðuneytið hefur unnið að lausn þessa máls í nokkurn tíma og við bíðum niðurstöðu. Við vonumst að sjálfsögðu til að þessi bygging verði að veruleika.“
Óskar Valdimarsson forstjóri Framkvæmdasýslu Ríkisins sagði í samtali við Víkurfréttir að málefni stjórnsýsluhússins væru á frumathugunarstigi hjá Framkvæmdasýslunni: „Það er heimild til handa Fjármálaráðherra fyrir leigu á slíku húsi í fjárlögum fyrir þetta ár. Það er búið að gera þarfagreiningu varðandi húsnæðið og sú greining hefur leitt í ljós að mikil þörf er fyrir hendi. Málið hefur verið lagt fram í Ríkisstjórn en þar var afgreiðslu frestað og lagt til að málið yrði skoðað enn frekar.“
Gert er ráð fyrir að um einkaframkvæmd verði að ræða og að ríkið muni rekstrarleigja húsnæðið.
Skýringarmynd: frá arkitektastofunni Glámu Kím sem unnin var í tengslum við þarfagreiningu og deiliskipulag.