Stjórnsýsla Reykjanesbæjar fær góða dóma
 Stjórnsýsla Reykjanesbær er í efsta flokki samanburðarsveitarfélaga á heimsvísu, samkvæmt niðurstöðum Bertelsmannprófs, sem er alþjóðlegur staðall og próf sem mælir gæði í stjórnsýslu sveitarfélaga.
Stjórnsýsla Reykjanesbær er í efsta flokki samanburðarsveitarfélaga á heimsvísu, samkvæmt niðurstöðum Bertelsmannprófs, sem er alþjóðlegur staðall og próf sem mælir gæði í stjórnsýslu sveitarfélaga. 
Þetta kom fram á kynningu Haralds Baldersheim, prófessors við Oslóarháskóla, á fundi vinabæja í Finnlandi, að því er segir í frétt á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Vitnað er í Baldersheim og sagt að vel á annað hundrað sveitarfélög í Evrópu og Norður-Ameríku séu þátttakendur í Bertelsmann-prófinu. Reykjanesbær sé í hópi tíu efstu. Ekki er vitað til að önnur sveitarfélög hér á landi noti þennan stjórnsýslumælikvarða. Trollhattan, vinabær Reykjanesbæjar í Svíþjóð, varð efsta sveitarfélagið í þessum samanburði og standa sænsk sveitarfélög framarlega á þessu sviði. Stigafjöldi Reykjanesbæjar samsvarar þó árangri annars og þriðja sveitarfélagsins þar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				