Stjórn Suðurnesjadeildar G.Í. kjörin
Suðurnesjadeild hefur verið stofnuð innan Gigtarfélags Íslands. Góð mæting var á stofnfundinn og fólk virkilega ánægt með fyrirlesturinn sem boðið var upp á. Voru allir sammála um að þörfin væri brýn fyrir deild hér á Suðurnesjum.
Búið er að bjóða tveimur stjórnarmönnum Suðurnesjadeildar á haustráðstefnu Evrópusamtaka gigtarfólks sem haldin verður í Reykjavík í nóvember. Bæði fagaðilar og leikmenn munu mæta á þetta þing.
Búið er að ákveða að halda fundi fyrsta þriðudag í hverjum mánuði upp í Virkjun á Ásbrú og hefjast fundirnir kl. 20:00.
Eru virkilega spennandi tímar framundan hjá gigtarsjúklingum á Suðurnesjum, segir María Magdalena Birgisdóttir Olsen, nýkjörinn formaður.
Stjórnina skipa neðangreindar konur:
María Magdalena Birgisdóttir Olsen, formaður
Hjördís Hilmarsdóttir, varaformaður
Ólafía Þórey Sigurðardóttir, gjaldkeri
Stefanía Sigurðardóttir, ritari
Álfheiður Jónsdóttir, meðstjórnandi