Stjórn SSS: Brýnt að bregðast hratt við í atvinnumálum
Sameiginlegur fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Atvinnuráðs SSS ályktaði í morgun að brýnt sé að bregðast hratt við ástandinu sem skapast hefur í atvinnumálum Suðurnesja með yfirvofandi brotthvarfi Bandaríkjahers.
Nú verði að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felast í mannvirkjum og landssvæði á Varnarstöðinni Suðurnesjum til góða.
Í ályktuninni er einnig lagt áherslu á að til skemmri tíma verði unnið í málum þeirra sem verður sagt upp störfum á Varnarstöðinni. Þeim verði tryggð atvinna á nýjum vettvangi eða starfslokasamningar þar sem mannleg reisn verði höfð að leiðarljósi.
Fundurinn fagnar einnig þeirri hugmynd Forsætisráðherra að skipuð verði samráðsnefnd ríkisins og sveitarstjórna á Suðurnesjum sem vinni að viðbrögðum við brotthvarfi flugsveita varnarsliðins. Fundurinn lagði til að bæjarstjórar Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs verði skipaðir í nefndina fyrir hönd sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Að lokum leggur fundurinn til að skipuð verði sérstöl landskilanefnd sem vinni að syfirtöku og yfirráðum Íslendinga á þeim mannvirkjum og landssvæði sem varnarliðiði hefur haft til umráða og í þeiri nefnd varði einn fulltrúi frá hverri sveitarstjórn á Suðurnesjum.
VF-mynd/Þorgils: Frá fundinum í morgun
Nú verði að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felast í mannvirkjum og landssvæði á Varnarstöðinni Suðurnesjum til góða.
Í ályktuninni er einnig lagt áherslu á að til skemmri tíma verði unnið í málum þeirra sem verður sagt upp störfum á Varnarstöðinni. Þeim verði tryggð atvinna á nýjum vettvangi eða starfslokasamningar þar sem mannleg reisn verði höfð að leiðarljósi.
Fundurinn fagnar einnig þeirri hugmynd Forsætisráðherra að skipuð verði samráðsnefnd ríkisins og sveitarstjórna á Suðurnesjum sem vinni að viðbrögðum við brotthvarfi flugsveita varnarsliðins. Fundurinn lagði til að bæjarstjórar Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs verði skipaðir í nefndina fyrir hönd sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Að lokum leggur fundurinn til að skipuð verði sérstöl landskilanefnd sem vinni að syfirtöku og yfirráðum Íslendinga á þeim mannvirkjum og landssvæði sem varnarliðiði hefur haft til umráða og í þeiri nefnd varði einn fulltrúi frá hverri sveitarstjórn á Suðurnesjum.
VF-mynd/Þorgils: Frá fundinum í morgun