Stjórn Gerðaskóla í Garði hættir
- auglýst eftir fólki í 6 stöðugildi fyrir haustið.
Auglýst er í stöður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra í Garði á vefsíðu sveitarfélagsins og í nýjasta tölublaði Víkurfrétta. Þá vantar einnig fólk í tvær stöður grunnskólakennara til kennslu á yngri barna stigi, sérkennara og náms- og starfsráðgjafa. Ráðið verður 1. ágúst 2015. Að sögn Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra í Garði, er einungis um tilviljun að ræða að það vanti svona marga á sama tíma. Ástæðurnar séu jafn ólíkar og þær eru margar. „Ég vonast að sjálfsögðu til þess að sem flestir sæki um þessar stöður því Gerðaskóli er mjög ákjósanlegur vinnustaður í góðu sveitarfélagi,“ segir Magnús.