Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stjórn Flugstöðvarinnar segir úrskurðinn áfall
Föstudagur 21. maí 2004 kl. 15:26

Stjórn Flugstöðvarinnar segir úrskurðinn áfall

Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar segir úrskurð Samkeppnisstofnunar á miðvikudaginn, þar sem uppsögn FLE á leigusamningi Íslensks Markaðar var lýst brot á samkeppnislögum, vera áfall fyrir tilraunir fyrirtækisins til þess að koma á fót samkeppnismarkaði innan fríhafnarsvæðis flugstöðvarinnar.

Stjórnin segir úrskurðinn sérlega einkennilegan vegna þess að Hæstiréttur Íslands hefur staðfest umráðarétt FLE yfir yfir húsnæði flugstöðvarinnar og rétt félagsins til að ráða þar vali á verslunar- og þjónusturekstri.

FLE segir Íslenskan Markað hafa staðið í vegi fyrir tilraunum til að auka þjónustu við flugfarþega fyrst með því að kæra forval rekstraraðila og nú með að kæra framkvæmdir á breytingum sem miða að því að auka þjónustu við farþega.

Logi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslensks Markaðar vildi ekki tjá sig um málið þegar Víkurfréttir höfðu samband við hann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024