Stímdi beint til lands á fullri ferð
Flutningaskipið Wilson Muuga stímdi beint til lands á fullri ferð án þess að áhöfnina grunaði hvað framundan væri. Þetta kom fram í sjóprófum sem fram fóru í Héraðsdómi Reykjaness í gær vegna strandsins. Kom í ljós að bæði sjálfsstýring skipsins og svokallaður gírókompás biluðu.
Gírókompásinn sýndi stefnu í hásuður þótt skipið hefði í raun hrakist af leið vegna hliðarvinds. Í sjóprófunum kom fram að gert hefði verið við gírókompásinn í byrjun desember vegna bilunar. Yfirstýrimaður skipsins, sem var við stjórnvölinn þegar skipið strandaði, vissi hins vegar ekki af viðgerðinni.
VF-mynd: Ellert Grétarsson