Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stillti útvarpið og ók á ljósastaur
Vespan í götunni á Vesturgötunni á dögunum. VF-mynd: pket
Þriðjudagur 26. júní 2018 kl. 12:21

Stillti útvarpið og ók á ljósastaur

Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Ökumaður sem var að stilla útvarp í bifreið sinni á Njarðvíkurvegi leit af akbrautinni og ók á ljósastaur.
 
Rúmlega tvítugur karlmaður lenti í slysi á krossara í malarnámu við Stapafell/Rauðamel og var hann fluttur með sjúkrabifreið undir læknis hendur.
 
Þá hafnaði vespa, sem ekið var yfir Vesturgötu á gangbraut, á bifreið sem ekið var eftir götunni í sömu svifum.
 
Ökumaður sem ók viðstöðulaust yfir stöðvunarskyldu ók í veg fyrir aðra bifreið sem kom aðvífandi. Flytja þurfti farþega annarar bifreiðarinnar með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
 
Loks var bifreið ekið út af Reykjanesbraut vestan Grindavíkurvegar. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á HSS. Hann er grunaður um fíkniefnaakstur. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024