Stillt veður sunnanlands
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægt vaxandi norðan- og norðaustanátt og þykknar upp. Norðaustan 18-23 m/s um landið norðvestanvert með kvöldinu, en annars hægari vindur. Rigning eða slydda á austanverðu landinu síðdegis í dag, en dálítil snjókoma eða slydda vestantil með kvöldinu. Dregur nokkuð úr vindi á morgun, einkum um landið suðaustanvert. Hiti nálægt frostmarki, en hiti 1 til 7 stig sunnan- og austanlands.