Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stigu á bensíngjöf í stað bremsu
Mánudagur 15. september 2014 kl. 10:50

Stigu á bensíngjöf í stað bremsu

Skemmdir urðu á þremur bifreiðum í Keflavík í gær, eftir að ökumaður einnar bifreiðarinnar steig á bensíngjöf í stað bremsu. Ökumaðurinn ætlaði að stöðva bifreiðina við biðskyldumerki en steig þá óvart á bensígjöfina með þeim afleiðingum að bifreið hans snérist í hálfhring, fór yfir vegg og hafnaði á kyrrstæðri bifreið sem þar hafði verið lagt á bílastæði. Talsvert tjón varð á bifreiðunum og þurfti kranabíl til að fjarlægja tvær þeirra af vettvangi.

Í morgun varð svo annað óhapp með sama hætti þegar ökumaður var að leggja bifreið sinni í stæði og steig á bensíngjöfina í stað bremsunnar með þeim afleiðingum að hann ók á aðra bifreið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024