Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stigabíl ekið á Leifsstöð
Föstudagur 15. júní 2012 kl. 14:09

Stigabíl ekið á Leifsstöð


 
Það óhapp varð síðdegis í gær að stigabíl var ekið á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Bílnum var ekið undir tengibyggingu og tjáði ökumaðurinn lögreglunni á Suðurnesjum að hann hefði gleymt því hversu há bifreiðin var og að hún kæmist ekki undir tengibygginguna.

Tjón varð á ytra byrði byggingarinnar og smávægilegt tjón á lyftu stigabílsins. Í fyrradag var svo verið að flytja færiband að lestarlúgu flugvélar við Leifsstöð með vinnuvél þegar það hrökk til og hafnaði á lúgunni. Smávægilegar skemmdir urðu við atvikið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024