Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Steypuvinna við laugarkerið hefst á mánudag
Fimmtudagur 14. júlí 2005 kl. 16:43

Steypuvinna við laugarkerið hefst á mánudag

Framkvæmdir við Sundmiðstöðina við Sunnubraut í Keflavík ganga vel og eru undirstöður tilbúnar og búið að steypa botnplötu.

„Við erum byrjaðir á kjallaraveggjum og súlum, á mánudaginn byrjum við svo að steypa fyrstu steypuna í laugarkerinu sjálfu,“ sagði Þór Þráinsson, verkstjóri hjá Keflavíkurverktökum, í samtali við Víkurfréttir í dag. „Verkið er á áætlun og á að skilast þann 23. mars 2006,“ sagði Þór.

Nýja laugin við Sunnubraut mun uppfylla allar kröfur sem keppnislaug fyrir innanlandsmót, Norðurlandamót og alþjóðleg mót. Hún verður 15,5 m á breidd, sex brautir, 50 m löng og 1,5 – 1,8 m á dýpt.

Áætlaður heildarkostnaður er um 645 milljónir króna. Eftirlitsaðili framkvæmdar er Verkfræðistofa Suðurnesja.

VF-mynd/ Jón Björn, [email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024