Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Steypustöðin logar
Laugardagur 22. apríl 2006 kl. 11:21

Steypustöðin logar

Talsverðan reyk og brunalykt lagði yfir Fitjar í morgun en engin hætta var á ferðum því vaskir slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja voru við æfingar í gömlu steypustöðinni. Logaði þar ansi glatt um tíma.
Um er að ræða árlega hefð hjá BS fyrir því sem menn þar á bæ kalla „Langan laugardag“ en hann byggir á heilsdags æfingu. Í þetta sinn eru keyrðar æfingar sem taka á flestum verkþáttum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna en aðaláherslan á æfingunni í dag er lögð á reykköfun og reyklosun.


Mynd: Vaskir slökkviliðsmenn BS að störfum í gömlu Steypustöðinni í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024