Steypubíll fór á hliðina
Steypubíll lenti á hliðinni utan vegar við Mánatorg í gærdag.
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta fór bíllinn að rása í hálku er hann kom að torginu og brá bílstjóri því á það ráð að beygja út í kant til að stöðva bílinn.
Bíllinn valt hins vegar á hliðina og þurfti að kalla til stóran krana til að koma honum á réttan kjöl. Bílstjórann sakaði ekki og var bíllinn lítið skemmdur eftir atganginn, enda var hann ólestaður.
Annar steypubíll lenti í árekstri á sama tíma, en fólksbíll rann niður Heiðarberg í hálku í veg fyrir umferð á Hringbraut.
VF-mynd/Hilmar Bragi
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta fór bíllinn að rása í hálku er hann kom að torginu og brá bílstjóri því á það ráð að beygja út í kant til að stöðva bílinn.
Bíllinn valt hins vegar á hliðina og þurfti að kalla til stóran krana til að koma honum á réttan kjöl. Bílstjórann sakaði ekki og var bíllinn lítið skemmdur eftir atganginn, enda var hann ólestaður.
Annar steypubíll lenti í árekstri á sama tíma, en fólksbíll rann niður Heiðarberg í hálku í veg fyrir umferð á Hringbraut.
VF-mynd/Hilmar Bragi