Steypt tvöföld Reykjanesbraut kemur til greina
Við tvöföldun Reykjanesbrautar verður ný akbraut verður lögð sunnan við þá sem fyrir er. Ellefu metrar verða að jafnaði á milli akbrautanna en í Hvassahrauni verður bilið mest 22 metrar. Þá verða vegaxlir þannig að lítil hætta á að skapast við útaaakstur. Áætlaður kostnaður við þennan fyrsta áfanga er 900 milljónir króna og verklok áætluð sumarið 2004, eða eftir tvö ár. Helgi Hallgrímsson, vegamálstjóri sagði aðspurður um heildarkostnað við breikkun brautarinnar frá Reykjanesbæ til Hafnarfjarðar kosta um 4,5 til 5 milljarða kr. Verktökum verði m.a. boðið að bjóða steypu eða malbik. Þessi fyrsti áfangi áfangi nær frá Hvassahrauni um Kúagerði og upp á Strandarheiði og er um 8 kílómetra langur. Auk þess verða lagðir um 5 kílómetrar af hliðarvegum auk tilheyrandi tenginga við Reykjanesbraut. Hliðarvegirnir eru Vatnsleysustrandarvegur, Höskuldarvallavegur og útivistarstígur í Hvassahrauni sem er hugsaður fyrir hjólreiðafólk en talað er um að nota gamla Keflavíkurveginn, þ.e. malarveginn sem útivistarstíg milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.
Tvenn mislæg gatnamót eru á þessum kafla og mun Reykjanesbraut liggja yfir hliðarvegina á brúm. Mislægu gatnamótin eru annars vegar í Hvassahrauni og hins vegar þar sem Vatnsleysustrandarvegur og Höskuldarvallavegur mætast. Öll umferð af Reykjanesbrautinni mun fara undir brautina, þannig að engin höft eiga myndast á brautina sjálfa. Mikil áhersla er lögð á að umferð raskist ekki mikið á meðan framkvæmdum stendur.
Tvenn mislæg gatnamót eru á þessum kafla og mun Reykjanesbraut liggja yfir hliðarvegina á brúm. Mislægu gatnamótin eru annars vegar í Hvassahrauni og hins vegar þar sem Vatnsleysustrandarvegur og Höskuldarvallavegur mætast. Öll umferð af Reykjanesbrautinni mun fara undir brautina, þannig að engin höft eiga myndast á brautina sjálfa. Mikil áhersla er lögð á að umferð raskist ekki mikið á meðan framkvæmdum stendur.