STERK STAÐA SUÐURNESJAMANNA
Ekki verður annað sagt en að fulltrúar Suðurnesja, Sigríður Jóhannesdóttir og Jón Gunnarsson, hafi gert það gott í erfiðri baráttu við sterka frambjóðendur og staða þeirra fyrir komandi alþingiskosningar afar sterk. Blm. Víkurfrétta tók púlsinn á okkar fólki: Jón GunnarssonErtu ánægður með stöðuna að loknu prófkjöri samfylkingarinnar?Fyrst og fremst er ég ánægður með þáttökuna og eigin útkomu þrátt fyrir ákveðna byggðalínu í kosningunum. Suðurnesjamenn stóðu þétt við bakið á mér.Er staða Suðurnesjamanna í samfylkingunni ásættanleg?Listinn í heild sinni er mjög sterkur og staða Suðurnesjamanna ágæt.Sérðu möguleika á þingsæti?Flokkarnir sem standa að samfylkingunni fengu 5 þingsæti í síðustu kosningum og nú ætlum okkur að vinna á í næstu kosningum og ljóst að 6. sætið er baráttusæti. Miðað við andann í kringum samfylkinguna tel ég góðar líkur á að 6. sæti gefið þingsæti.Telur þú að skoðanakannanauppgangur samfylkingarinnar skili sér í kjörkassana?Ég vill ekkert tjá mig um nýjustu skoðanakönnun. Ég hef fundið fyrir uppgangi samfylkingarinnar og skoðanakannanir hafa staðfest styrk samfylkingarinnar.Sigríður Jóhannesdóttir, þingmaðurErtu ánægð með stöðuna að loknu prófkjöri samfylkingarinnar?Ég er afskaplega ánægð með þennan lista og tel hann mjög sigurstranglegan. Í ljósi mikillar keppni um 3. sætið get ég ekki verið annað en ánægð með eigin stöðu og tel það mikinn sigur fyrir Suðurnesjamenn að halda inni þingmanni og fjárlaganefndarmanni. Jafnframt vil ég lýsa ánægju minni með kosningu Rannveigar til forystu og tel það styrkja listann ennfrekar og auka sigurmöguleika hans. Er staða Suðurnesjamanna í samfylkingunni ásættanleg?Á þessum lista er staða Suðurnesjamanna ótrúlega góð, þriðja og sjötta sæti. Mér var spáð miklum hrakförum fyrir prófkjörið vegna búsetunnar á Suðurnesjum vegna sterkra frambjóðenda úr fjölmennari bæjarfélögum og er ég þeim afar þakklát sem studdu mig. Sjötta sætið er baráttusæti og sterkt fyrir Suðurnesin nái Jón Gunnarsson kosningu.