Sterar og vopn fundust við húsleit
Lögreglan á Suðurnesjum fór í þrjár húsleitir í umdæminu í vikunni, að fengnum dómsúrskurði. Í annarri leitinni fundust meintir sterar, útdraganleg kylfa og piparúði.
Í hinni húsleitinni fann lögregla einnig meinta stera og fíkniefni, nokkra hnífa og fjórar loftbyssur. Lögregla fór einnig í aðstöðu sem viðkomandi einstaklingur hefur til eigin nota og haldlagði þar tæki sem talin eru vera þýfi.