Steraneysla eykst á Suðurnesjum
Lögreglan í Keflavík lagði nýlega hald á töluvert magn af sterum en að sögn lögreglu hefur steraneysla aukist töluvert að undanförnu. Þetta er mikið áhyggjuefni þar sem steraneyslu getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel dauða.
Nýr notendahópur
Á heimasíður SÁÁ, www.saa.is, kemur fram að misnotkun á sterum hafi fram að þessu nær eingöngu verið bundin við íþróttamenn í fremstu röð og að hún hafi aukist á undanförnum árum. Á Íslandi eru karlhormónar og sterar misnotaðir fyrst og fremst í sambandi við kraftíþróttir, lyftingar, vaxtarækt o.fl. en einnig er orðið áberandi að ungir menn eru farnir að nota stera til að verða stærri og sterkari.
Hjá SÁÁ fengust þær upplýsingar að nýr hópur steramisnotenda sé kominn fram, þ.e. sá hópur sem notar stera til að ná betri árangri í starfi, þ.e. dyraverðir, lögreglumenn og þeir sem sinna
öryggisgæslu. Einnig er það vel þekkt að fíkniefnasalar misnota stera til að auka sér kjark og kraft til að ná lengra í sínu starfi.
Neytendur í afneitun
Þeir sem misnota stera, fara yfirleitt mjög leynt með þessa neyslu og er hún jafnvel meira feimnismál en misnotkun ólöglegra fíkniefna. Neytendur eru í mikilli afneitun á þær hættur sem steraneyslan hefur í för með sér, og reyna oft að réttlæta neysluna með því, að þeir noti sterana tímabundið og geri hlé á milli til að líkaminn jafni sig.
Persónuleikabreytingar ein af aukaverkunum
Flestir telja sér trú um að þeir noti skammta sem eru undir hættumörkum. Sannleikurinn er sá, að flestir eru að nota þessi efni í jafnvel hundraðföldum þeim skömmtum sem líkaminn getur þolað og aukaverkanir eru margar mjög alvarlegar. Hjartasjúkdómar, lifrar- og lungnasjúkdómar eru vel þekktir fylgikvillar og hefur leitt fólk til dauða hér á landi sem annars staðar. Neytendur eru að slíta vöðvafestur, eistun verða eins og baunir eins og þekktur íslenskur læknir orðaði það. Þær
aukaverkanir sem eru þó mest áberandi hjá þeim sjúklingum sem við hjá S.Á.Á. sjáum, eru þær persónuleikabreytingar sem verða hjá þessum misnotendum.
Fráhvarfseinkenni koma fram
Margir verða mjög fastir í steraneyslunni, má jafnvel tala um fíkn, þó ekki sé hér raunverulegt
vímuefni á ferðinni. Það er þó athyglisvert, að menn fara í fráhvörf eftir langvarandi steranotkun, svefntruflanir, hjartslátur, þunglyndishugsanir ofl., allt fráhvarfseinkenni sem eru vel þekkt eftir misnotkun vímuefna. Það er alveg ljóst, að óvirkir alkóhólistar verða að setja slíka stera á sinn
bannlista ef þeir ætla að halda bata sínum.
Auðvelt að fá efnið
Læknar á Vogi gerðu könnun í samstarfi við Pétur Pétursson heilsugæslulækni á Akureyri árið 1993 og könnunin var síðan endurtekin árið 1997. Í niðurstöðunum kemur fram að meðaldur steranotenda er 25 ár og meirihluti notenda eru karlmenn. Neytendur sögðu vera auðvelt að nálgast sterana. Flestir keyptu stera í tengslum við líkamsrækt, hjá vinum eða sölumönnum úti í bæ. Einnig er mikið um steranotkun í fangelsum á Íslandi.
Meira eftirlit með fæðubótarefnum
Það er ekki deilt um skaðsemi anabóla stera í stórum skömmtum, en Lyfjaeftirlit Ríkisins ætlar að fylgjast betur með óhefðbundnum efnum og fæðubótarefnum sem oft eru á gráa svæðinu.
Þar geta leiðbeiningar og eðlilegar skráningar efna komið fólki að góðum notum.
Þeir sem hafa áhuga á að sækja sér nánari upplýsingar um ávana- og fíkniefni, meðferðarúrræði og fleira, er bent á heimasíðu S.Á.Á: www.saa.is
Nýr notendahópur
Á heimasíður SÁÁ, www.saa.is, kemur fram að misnotkun á sterum hafi fram að þessu nær eingöngu verið bundin við íþróttamenn í fremstu röð og að hún hafi aukist á undanförnum árum. Á Íslandi eru karlhormónar og sterar misnotaðir fyrst og fremst í sambandi við kraftíþróttir, lyftingar, vaxtarækt o.fl. en einnig er orðið áberandi að ungir menn eru farnir að nota stera til að verða stærri og sterkari.
Hjá SÁÁ fengust þær upplýsingar að nýr hópur steramisnotenda sé kominn fram, þ.e. sá hópur sem notar stera til að ná betri árangri í starfi, þ.e. dyraverðir, lögreglumenn og þeir sem sinna
öryggisgæslu. Einnig er það vel þekkt að fíkniefnasalar misnota stera til að auka sér kjark og kraft til að ná lengra í sínu starfi.
Neytendur í afneitun
Þeir sem misnota stera, fara yfirleitt mjög leynt með þessa neyslu og er hún jafnvel meira feimnismál en misnotkun ólöglegra fíkniefna. Neytendur eru í mikilli afneitun á þær hættur sem steraneyslan hefur í för með sér, og reyna oft að réttlæta neysluna með því, að þeir noti sterana tímabundið og geri hlé á milli til að líkaminn jafni sig.
Persónuleikabreytingar ein af aukaverkunum
Flestir telja sér trú um að þeir noti skammta sem eru undir hættumörkum. Sannleikurinn er sá, að flestir eru að nota þessi efni í jafnvel hundraðföldum þeim skömmtum sem líkaminn getur þolað og aukaverkanir eru margar mjög alvarlegar. Hjartasjúkdómar, lifrar- og lungnasjúkdómar eru vel þekktir fylgikvillar og hefur leitt fólk til dauða hér á landi sem annars staðar. Neytendur eru að slíta vöðvafestur, eistun verða eins og baunir eins og þekktur íslenskur læknir orðaði það. Þær
aukaverkanir sem eru þó mest áberandi hjá þeim sjúklingum sem við hjá S.Á.Á. sjáum, eru þær persónuleikabreytingar sem verða hjá þessum misnotendum.
Fráhvarfseinkenni koma fram
Margir verða mjög fastir í steraneyslunni, má jafnvel tala um fíkn, þó ekki sé hér raunverulegt
vímuefni á ferðinni. Það er þó athyglisvert, að menn fara í fráhvörf eftir langvarandi steranotkun, svefntruflanir, hjartslátur, þunglyndishugsanir ofl., allt fráhvarfseinkenni sem eru vel þekkt eftir misnotkun vímuefna. Það er alveg ljóst, að óvirkir alkóhólistar verða að setja slíka stera á sinn
bannlista ef þeir ætla að halda bata sínum.
Auðvelt að fá efnið
Læknar á Vogi gerðu könnun í samstarfi við Pétur Pétursson heilsugæslulækni á Akureyri árið 1993 og könnunin var síðan endurtekin árið 1997. Í niðurstöðunum kemur fram að meðaldur steranotenda er 25 ár og meirihluti notenda eru karlmenn. Neytendur sögðu vera auðvelt að nálgast sterana. Flestir keyptu stera í tengslum við líkamsrækt, hjá vinum eða sölumönnum úti í bæ. Einnig er mikið um steranotkun í fangelsum á Íslandi.
Meira eftirlit með fæðubótarefnum
Það er ekki deilt um skaðsemi anabóla stera í stórum skömmtum, en Lyfjaeftirlit Ríkisins ætlar að fylgjast betur með óhefðbundnum efnum og fæðubótarefnum sem oft eru á gráa svæðinu.
Þar geta leiðbeiningar og eðlilegar skráningar efna komið fólki að góðum notum.
Þeir sem hafa áhuga á að sækja sér nánari upplýsingar um ávana- og fíkniefni, meðferðarúrræði og fleira, er bent á heimasíðu S.Á.Á: www.saa.is