Stekkjarkot uppljómað í náttmyrkrinu
Það er heldur betur ljósagangur á Fitjum í Njarðvíkum þessa dagana. Nýverið var kveikt á ljósastaurum við tjarnirnar og þar er unnið að miklum umhverfisbótum. Þá hefur bærinn Stekkjarkot verið lýstur upp.Stekkjarkot var endurbyggt í tíð Kristjáns Pálssonar sem bæjarstjóra í Njarðvíkurbæ og síðasta sumar var Stekkjarkot lagfært talsvert og útihús byggt á svæðinu. Núna fyrir jólin var svo kveikt á lýsingu á staðnum og er Stekkjarkot uppljómað í náttmyrkrinu. Skemmtilegt framtak.