Steinunn Una sækist eftir 6. – 7. sæti
– í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ 1. mars nk.
Steinunn Una Sigurðardóttir sækist eftir 6. – 7. sæti á lista Sjálfstæðiflokksins í Reykjanesbæ í komandi prófkjöri. Una er með MS og BS próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem sérfræðingur í starfsmannamálum hjá Icelandair. Una er gift Sigurði Haraldssyni sjómanni, þau eiga 4 börn.
„Ég hef mikinn áhuga á að koma að áframhaldandi uppbyggingu og velferð Reykjanesbæjar og vil leggja mitt að mörkum með því að gefa kost á mér í prófkjöri sjálfstæðimanna þann 1. mars nk.,“ segir í tilkynningu frá Steinunni Unu.