Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Steintröllin í spariföt
Fimmtudagur 1. september 2005 kl. 10:42

Steintröllin í spariföt

Bæjarbúar í Reykjanesbæ eru ekki þeir einu sem fá að „dressa sig upp“ fyrir Ljósanótt því steintröllin neðan við Ægisgötu verða klædd í kjól og hvítt.
Steinþór Jónsson, formaður Ljósanæturnefndar, og Gísli Jóhannsson, starfsmaður Ljósanætur, brugðu sér niður á grjótgarð á dögunum og tóku mál af hjónunum, en Álnabær mun útbúa hátíðarfötin.
Steinþór sagði í samtali við Víkurfréttir að nafnlaus ábending hefði borist honum þar sem þessi skemmtilega hugmynd var borin upp.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024