Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Steinþór Jónsson heiðraður af veitingamönnum
Fimmtudagur 9. september 2004 kl. 13:34

Steinþór Jónsson heiðraður af veitingamönnum

Steinþór Jónsson var í gærkvöldi heiðraður af veitingamönnum í Reykjanesbæ og um leið hlaut hann titilinn Ljósálfur 2004. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt en þau hljóta einstaklingar sem þótt hafa skarað fram úr í tengslum við Ljósanótt.
„Að okkar mati hefur Steinþór Jónsson skarað fram úr stórum hópi fólks sem allt hefur staðið sig frábærlega í tengslum við Ljósanótt,“ sagði Ingólfur Karlsson veitingamaður á Langbest en hann átti hugmyndina að verðlaunaafhendingunni.
Ingólfur segir að vikan í kringum Ljósanóttina skipti veitingamenn verulegu máli og bæti árferði þeirra svo um munar. „Ég hringdi í aðra veitingamenn á svæðinu og við erum allir sammála um að árferðið er gott og Ljósanótt á sinn hluta í því. Verðlaunin sem Ljósálfurinn hlýtur eru farandverðlaun og verða þau næst veitt eftir Ljósanótt 2005.“
Veitingastaðirnir sem veita verðlaunin eru Langbest, Stapinn, Matarlyst, Kaffi Duus, Pizza 67, Boggabar, Pulsuvagninn, Soho, Ný-ung, Jia Jia, Traffic, Ungó, Fitjagrill, Olsen Olsen, Zetan og Ráin.

Myndin: Steinþór ásamt veitingamönnum í Reykjanesbæ á Hótel Keflavík í gærkvöldi. Hópurinn snæddi kvöldverð á veitingastaðnum Jia Jia eftir verðlaunaafhendinguna. VF-ljósmynd/Héðinn Eiríksson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024