Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Steinþór fékk leiðréttingu eftir ár - segir rangfærslu í rannsóknarskýrslu alþingis hafa skaðað sig mikið
Fimmtudagur 21. júní 2012 kl. 10:20

Steinþór fékk leiðréttingu eftir ár - segir rangfærslu í rannsóknarskýrslu alþingis hafa skaðað sig mikið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Steinþór Jónsson, hótelstjóri og fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, hefur fengið formlegt bréf frá Alþingi þar sem rangfærslur sem fram komu í rannsóknarskýrslu Alþingis eru leiðréttar. Heilt ár leið frár því að hann vakti fyrst athygli á rangfærslunum í skýrslunni og þar til þær voru að lokum leiðréttar. Steinþór segir ljóst að mannorð hans hafi skaðast mjög vegna þessa og fagnar mjög leiðréttingu Alþingis í máli sínu.

„Þessi rangfærsla í rannsóknarskýrslu Alþingis hefur skaðað mig gríðarlega og verið grunnur að rógburði gegn mér síðustu mánuði. Þar má helst nefna, auk þess sem nú er staðfest, að ég hef ekki komið að lánum til félaga mér tengdra, að ég var aldrei stjórnarmaður í Sparisjóðnum í Keflavík, var ekki einn eigenda Suðurnesjamanna ehf. og tók aldrei persónuleg lán fyrir mig eða fyrirtæki í meirihlutaeigu minni,“ segir Steinþór.

Í bréfi sem Steinþór sendi forsætisnefnd og dagsett er 31. maí 2011 vakti hann athygli á því að í 3. bindi á bls. 99 og 100 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis megi finna alvarlegar staðreyndavillur. Fullyrt var að Steinþór hefði gegnt varaformennsku í stjórn Icebank og att þátt í að breyta, ásamt stjórn, lánareglum bankans á stjónrnarfundi þann 7. október 2007 og veitt lán m.a. til einkahlutafélags að hluta í sinni eigu. Hið rétta er að Steinþór var meðstjórnandi frá 14. desember 2007 og varaformaður stjórnar bankaráðs fra 7. mars 2008. Á umræddum stjórnarfundi 7. október 2007 var farið yfir lánareglur bankans auk þess sem formanni og varaformanni stjórnar bankans var falið að ganga frá lánum til einkahlutafélaga vegna hlutafjárkaupa í bankanum sjálfum. Eitt þeirra fyrirtækja sem fengu lán var Bergið ehf., sem var í minnihlutaeigu Steinþórs auk 12 annarra hluthafa. Þá var Steinþór að auki stjórnarformaður.

Í sama bréfi til forsætisnefndar er bent á að opinber gögn frá Fyrirtækjaskrá sýni einnig fram á að Steinþór hafi ekki verið í stjórn bankans á þessum tíma og þar með geti veiting lána, sem ákveðin voru á þessum fundi, ekki tengst honum.

„Allar skýrslur, sérstaklega rannsóknarskýrsla Alþingis og aðrar rannsókarskýrslur, verða eðli málsins samkvæmt að vera með allar staðreyndir á hreinu og segja báðar hliðar mála á sanngjarnan hátt,“ segir Steinþór og bætir við að svo hafi ekki verið í málefnum honum tengdum líkt og bréf Alþingis staðfestir nú. „Það er von mín að svona rangfærslur heyri nú sögunni til. Reiði og öfund í samfélaginu er næg fyrir.“

Um leið og ég fagna leiðréttingu Alþingis í mínu máli er ljóst að þessi rangfærsla í Rannsóknarskýrslu Alþingis hefur skaðað mig gríðarlega og verið grunnur af rógburði gegn mér á síðustu mánuðum. Þar má helst nefna, auk þess að nú er staðfest að ég hef ekki komið að lánum til félaga mér tengdum, að ég var aldrei stjórnarmaður í Sparisjóðnum í Keflavík, var ekki einn eiganda Suðurnesjamanna ehf. og tók aldrei persónuleg lán fyrir mig eða fyrirtæki í meirihlutaeigu minni.

Allar skýrslur, sérstaklega Rannsóknarskýrsla Alþingis og aðrar rannsókarskýrslur, verða eðli málsins samkvæmt að vera með allar staðreyndir á hreinu og segja báðar hliðar mála á sanngjarnan hátt. Svo var vissulega ekki gert í málefnum mér tengdum eins og bréf Alþings hefur nú staðfest. Það er von mín að svona rangfærslur heyri nú sögunni til. Reiði í samfélaginu er næg fyrir.

Ljóst er að tengsl mín við Sjálfstæðisflokkinn hefur verið undirrót ofsókna í minn garð enda sleppa meðeigendur og aðrir fjárfestar í sömu fjárfestingum við alla umfjöllun og áróður, hvað þá nafngreindir. Eftir 30 ára uppbyggingu minna fyrirtækja og vilja til uppbyggingar í mínu litla samfélagi er sérstaklega erfitt, þar sem margir hafa tapað miklum fjármunum vegna bankakreppunnar, að vera settur allt í senn sem stjórnarmaður Sparisjóðsins í Keflavík, lánveitandi og lánþegi að ósekju.